Slavica Dimovska, landsliðskona frá Makedóníu, hefur ákveðið að snúa aftur til Íslands og leika með Hamri í Iceland Express-deild kvenna.
Dimovska var besti leikmaður Hauka vorið 2009 þegar liðið varð Íslandsmeistari. Hjá Hamri hittir hún fyrir fyrrum félaga sína í Haukum, Ágúst Björgvinsson, þjálfara og Kristrúnu Sigurjónsdóttur.
Dimovska er 25 ára gamall leikstjórnandi. Hún kom til Íslands haustið 2007 og lék með Fjölni en færði sig yfir til Hauka vorið eftir. Þá var hún kjörin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Dimovska skoraði 17 stig að meðaltali fyrir Hauka og gaf 5 stoðsendingar að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.