Dofri Snorrason leikmaður Selfoss í knattspyrnu, sem er á láni frá KR, meiddist á æfingu á þriðjudaginn og verður frá keppni næstu vikurnar.
„Sjúkraþjálfari og læknir segja að þetta séu tvær til fjórar vikur,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Sunnlenska og bætti við að um væri að ræða tognun á innanverðu liðbandi í hné.
Á æfingu á þriðjudaginn reyndi Dofri að verja skot sem varð til þess að hann meiddist á hné og ef allt fer á versta veg verður hann ekki meira með á þessu tímabili.
„En við höfum ekki gefið upp alla von og vonumst eftir því að geta notað hann í síðustu leikjunum,“ sagði Logi, en Dofri var samdægurs sendur til meðferðar hjá KR-ingum og munu þeir sjá um endurhæfinguna.
Dofri hefur leikið þrjár leiki með Selfoss síðan hann kom til liðsins og skorað í þeim eitt mark.