Drama í lokin á Grýlunni

Przemyslaw Bielawski skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar náði í sterkt stig í 4. deild karla í knattspyrnu á heimavelli í gærkvöldi þegar KFK kom í heimsókn.

Przemyslaw Bielawski kom Hamri yfir á 37. mínútu en KFK jafnaði skömmu fyrir leikhlé þegar Torfi Már Markússon varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan var 1-1 í leikhléi og þannig var staðan nær allan seinni hálfleikinn.

Lokakaflinn var hins vegar dramatískur. Tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði Álvaro Ivorra fyrir KFK og virtist ætla að tryggja þeim sigurinn en Hamar gafst ekki upp og á þriðju mínútu uppbótartímans jafnaði Guido Rancez fyrir Hamar og tryggði þeim 2-2 jafntefli.

Sjöttu umferðinni lýkur í kvöld en þá mætast Árborg og Uppsveitir á Selfossi, Álftanes tekur á móti Vængjum Júpíters og KH mætir Tindastól að Hlíðarenda.

Önnur úrslit í 6. umferð 4. deildarinnar:

KÁ 2 – 1 Skallagrímur
1-0 Bjarki Sigurjónsson (’34)
1-1 Maximiliano Ciarniello (’45+1)
2-1 Bjarki Sigurjónsson (’77)

Fyrri greinOpið hús í Þrándarholti
Næsta greinÍbúafundur með ráðherra um menningarsalinn á Selfossi