Dramatík í Höfninni

Þór Þorlákshöfn vann dramatískan sigur þegar liðið fékk Tindastól í heimsókn í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld. 83-81 sigri var landað á lokasekúndunum.

Tindastóll komst yfir í fyrsta skipti yfir í leiknum, 79-80, þegar 31 sekúnda var eftir af leiknum en náðu að tryggja sér sigurinn á lokasekúndunum eftir mikla dramatík. Staðan í hálfleik var 39-36.

Þetta var sannkallaður Pyrrhosarsigur fyrir Þórsara því Darri Hilmarsson meiddist á öxl í leiknum og er tímabilinu að öllum líkindum lokið hjá Darra. Það er mikið áfall fyrir Þórsara en Darri er algjör lykilmaður í Þórsliðinu og einn besti varnarmaður liðsins.

David Jackson var stigahæstur Þórsara með 30 stig, Benjamin Smith skoraði 17, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 12, Darrell Flake 6 og Baldur Þór Ragnarsson 3.

Fyrri greinFjölheimar vígðir að viðstöddum fjölda fólks
Næsta greinÞróttlitlir Selfyssingar mörðu sigur