Selfyssingar töpuðu naumlega fyrir Víkingi í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Liðin mættust á Selfossi þar sem gestirnir sigruðu 22-23.
Þetta var hörkuleikur og jafnræði með liðunum nær allan tímann. Selfyssingar voru yfir í leikhléi, 13-12.
Lokamínútan var æsispennandi. Þegar sex sekúndur voru eftir fengu Selfyssingar dauðafæri í stöðunni 22-22 en klikkuðu og boltinn fór beint í hendur Víkinga sem brunuðu fram og fengu ranglega dæmt víti sem þeir skoruðu sigurmarkið úr.
Atli Kristinsson og Hörður Bjarnarson voru markahæstir Selfyssinga með 8 mörk en Hörður var með 100% skotnýtingu eins og oft áður. Matthías Halldórsson skoraði 3 mörk, Ómar Helgason 2 og Guðni Ingvarsson 1.
Helgi Hlynsson varði 18 bolta og Sverrir Andrésson 3.