Selfoss vann næsta öruggan sigur á UMFA2 í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta í gær, 40-27.
Sigurinn reyndist þó dýrkeyptur því Atli Kristinsson meiddist í leiknum og lítur ekki vel út með framhaldið hjá honum. Ekki er þó enn komið í ljós hversu alvarleg meiðsli hans eru.
Selfyssingar voru mun sterkari en varalið Aftureldingar og leiddu í hálfleik, 19-12.
Einar Sverrisson og Matthías Halldórsson áttu báðir fínan leik en þeir voru markahæstir Selfyssinga með 10 mörk.
Magnús Magnússon og Gunnar Ingi Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk, Atli Kristinsson og Árni Geir Hilmarsson þrjú, Jóhann Gunnarsson og Jóhannes Snær Eiríksson tvö og Ómar Helgason eitt.
Helgi Hlynsson varði 12 skot og Sverrir Andrésson 7.