Efla hestaíþróttir í Flóahreppi

Flóahreppur og Hestamannafélagið Sleipnir hafa skrifað undir samning með það að markmiði að búa sem best að barna- og unglingastarfi Sleipnis og efla hestaíþróttir fyrir börn og ungmenni í Flóahreppi.

Flóahreppur styrkir barna- og ungmennastarf Sleipnis um 200.000 kr á árinu ásamt því að leggja til einn starfsmann í Reiðskóla Sleipnis sem fram fer yfir sumartímann.

Hestamannafélagið stendur fyrir árlegri kynningu á námskeiðum og barnastarfi félagsins og opnum reiðnámskeiðum fyrir börn og ungmenni. Sleipnir hefur hlotið gæðaviðurkenningu sem fyrirmyndarfélag innan ÍSÍ og Ólympíusambands Íslands.

Fyrri greinSprönguðu á fjallaæfingu við Hlöðufell
Næsta greinSönghátíð og tónlistarsmiðja fyrir börn á Klaustri