Hin 11 ára gamla Þórey Mjöll Guðmundsdóttir, Umf. Selfoss, hefur náð frábærum árangri í götuhlaupum síðustu daga og bætt fimm héraðsmet.
Í síðustu viku tók hljóp hún 5 km í Flensborgarhlaupinu og sigraði þar í kvennaflokki á tímanum 22,21 mín. Tíminn er HSK-met í aldursflokkum 11-13 ára. Þórey Mjöll bætti met Unnar Maríu Ingvarsdóttur, Umf. Selfoss, í 11 ára flokki um 4,48 mínútur, met Láru Bjarkar Pétursdóttur, Umf. Laugdæla, í 12 ára flokki um 2,24 mín og met Láru Bjarkar í 13 ára flokki um 25 sekúndur.
Þórey Mjöll lét ekki staðar numið þarna heldur hljóp hún 10 km í Hjartadagshlaupinu í Kópavogi síðastliðinn laugardag og varð þá önnur í kvennaflokki á tímanum 50,33 mín sem er HSK-met í aldursflokkum 11 og 12 ára. Hún bætti met Veru Sigurðardóttur, Umf. Laugdæla, í 11 ára flokki um 7,48 mínútur, met Sigrúnar Daggar Þórðardóttur, Umf. Þór, í 12 ára flokki um 1,40 mín en met Sigrúnar var orðið 28 ára gamalt.