Efnilegir krakkar í fjálsíþróttasumarbúðum á Selfossi

Ljósmynd/Aðsend

Frjálsíþróttasumarbúðir FRÍ voru haldnar á Selfossi dagana 21.-25. júní. Rúmlega 50 börn á aldrinum 11 til 14 ára komu í skólann. Sumarbúðirnar heppnuðust mjög vel og fóru krakkarnir ánægðir heim. Börnin komu víða að í ár eða af öllu Suðurlandi, Hafnafirði, Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Patreksfirði, Borgarnesi, Garðabæ Búðardal og Blönduósi.

Markmið sumarbúðanna er að kynna og breiða út frjálsíþróttir á Íslandi. Dagskráin var mjög fjölbreytt þar sem til að mynda voru kvöldvökur, leikir, sundferðir og fleira í bland við æfingar. Sölvi Tryggvason svaraði spurningum og fræddi börnin um heilsu. Einnig deildi Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir reynslu sinni þegar hún varð Ólympíumeistari ungmenna í 200m hlaupi árið 2018. Guðbjörg þjálfaði einnig spretthlaup á einni æfingunni í skólanum. Guðni Valur Guðnason kringlukastari, einn fremsti íþróttamaður sem við eigum í dag í frjálsum var einnig að þjálfa sem og Íslandsmethafinn í þrístökki Sigríður Anna Guðjónsdóttir, ásamt fleirum góðum þjálfurum.

Sumarbúðirnar fór fram við frábærar aðstæður þar sem stutt er í alla aðstöðu, til að mynda gistiaðstöðuna í Vallaskóla, frjálsíþróttavöllinn, íþróttahúsin og sundlaugina. Við viljum við þakka Sveitafélaginu Árborg og UMF Selfoss fyrir veitta velvild í garð búðanna.

Sumarbúðirnar gegna mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunnar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni sem stunda íþróttir leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.

Sumarbúðunum lauk með velheppnuðu frjálsíþróttamóti á fimmtudeginum þar sem  persónulegir sigrar náðust og margar bætingar litu dagsins ljós. Eftir mótið var haldin grillveisla og fengu krakkarnir viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í skólanum. Krakkarnir kvöddust sátt og sæl eftir skemmtilega viku.

Frjálsíþróttabúðirnar vilja þakka öllum þeim fjölda fyrirtækja sem lögðu þeim lið, sá stuðningur er ómetanlegur, en þau voru: MS, Nettó, Sölufélag Garðyrkjubænda, Kjúklingabúið Vor, Hafnarnes Ver, Sláturfélag Suðurlands, Almarsbakarí, GK bakarí, Myllan, Kjörís, Tiger og Kökugerð HP.

Takk fyrir okkur.

Ágústa og Fjóla Signý, yfirumsjónarmenn Frjálsíþróttasumarbúðanna á HSK-svæðinu.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinHækkandi rafleiðni í Múlakvísl
Næsta greinEkki ferð til fjár fyrir Ægi