Egill Blöndal úr Júdódeild Selfoss var á dögunum valinn efnilegasti júdómaður landsins af Júdósambandi Íslands.
Egill, sem er 16 ára gamall, náði frábærum árangri á árinu en hápunkturinn var þegar hann krækti í bronsverðlauna á Opna sænska mótinu í haust.
Egill hefur æft júdó í fjögur ár. Fyrir einu og hálfu ári síðan var hann valinn í landsliðið og hefur síðan farið fimm sinnum í keppnisferðir erlendis. Í þessum fimm ferðum hefur hann fjórum sinnum unnið til verðlauna.