Selfyssingar náðu frábærum árangri á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fór í Larvik í Noregi um helgina. Þrefaldur sigur vannst í U21 árs flokki karla.
Egill Blöndal sigraði Grím Ívarsson í úrslitaglímu í U21 árs flokknum og Úlfur Böðvarsson vann brons í sama flokki þannig að Selfyssingarnir voru þrír saman á verðlaunapalli.
Úlfur gerði sér hins vegar lítið fyrir og sigraði í U18 -90 kg flokki og Egill Blöndal vann bronsið í fullorðinsflokki í -90 kg.
Þetta er frábær árangur hjá Selfyssingunum en af sex verðlaunum sem fóru til keppenda yngri en 21 árs á laugardag fóru fjögur verðlaun til Selfoss.