Selfyssingurinn Egill Blöndal náði í gullverðlaun í nogi BJJ á Mjölnir Open sem haldið var í gær hjá íþróttafélaginu Mjölni í Reykjavík.
Egill keppti í +99 kg flokki og tók gullverðlaunin með því að sigra Diego Valencia á stigum í úrslitaviðureigninni.
Keppendur á mótinu voru 82 talsins en keppt var í sex karlaflokkum og fjórum kvennaflokkum.