Egill Blöndal, 17 ára júdómaður frá Selfossi, vann til tvennra verðlauna á Íslandsmótinu í Judo sem haldið var í Laugardalshöll fyrr í apríl.
Egill tók þátt í -90 kg. flokki, en þetta var í fyrsta skipti sem hann keppir í þeim flokki. Hann gerði sér hins vegar lítið fyrir og náði öðru sæti eftir að hafa unnið tvær viðureignir og tapað einni. Egill tók einnig þátt í opnum flokki þar sem hann náði þriðja sæti. Hann vann tvær viðureignir en tapaði einni.
Grímur Ívarsson, 15 ára júdókappi, steig sín fyrstu skref á mótinu og átti góða spretti. Grímur keppti í -81kg flokki en hann þótti nokkuð léttur í þessum flokki. Keppendur í þessum flokki voru einnig gríðarlega sterkir. Þrátt fyrir að hafa staðið sig vel þurfti Grímur að játa sig sigraðann í tveimur viðureignum.