Selfyssingurinn Einar Sverrisson hefur verið valinn í U20 ára landsliðs karla í handknattleik, sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í Tyrklandi í júlí.
Ísland er í riðli með Danmörku, Sviss og Svíþjóð.
Fyrsti leikur Íslands er gegn Danmörku fimmtudaginn 5. júlí kl. 10. Daginn eftir mætir Ísland Svíþjóð kl. 12 og sunnudaginn 8. júlí leikur liðið gegn Sviss kl. 12.
„Við á Selfossi erum afar stolt að eiga leikmann í þessu landsliði og erum þess fullviss um að Einar muni standa sig vel og skila sínu til liðsins,“ sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari meistaraflokks Selfoss, í samtali við sunnlenska.is.