Einkaviðtal: Viðar Örn á ströndinni – „Ísraelinn er nettur gaur“

„Mér fannst hann mjög góður þangað til að það var korter eftir,“ sagði Viðar Örn Kjartansson spurður um fyrsta Evrópuleik sinn með Maccabi Tel Aviv í síðustu viku.

Tómas Kjartansson skrifar fyrir sunnlenska.is frá Tel Aviv

Maccabi mætti þá rússneska liðinu Zenit frá Pétursborg og kom Selfyssingurinn sínum mönnum í 2-0 með fallegu marki í seinni hálfleik. Viðar var svo tekinn af velli í stöðunni 3-0 á 75. mínútu. Í kjölfarið hrundi leikur Maccabi og Rússarnir tryggðu sér 3-4 sigur í uppbótartíma.

„Áður en þeir komu til baka vorum við að spila þvílíkt vel og það hefði verið gott start að fá þrjú stig í þessari keppni. En við náðum að klúðra því ótrúlega,“ sagði Viðar, þar sem við settumst niður með honum á fallegum stað á Tel Aviv ströndinni.

Viðar var ánægður með markið sitt. „Það er erfiðast að skora fyrsta markið sitt fyrir klúbbinn og það er gott að opna markareikninginn á móti sterku liði Zenit. En ef þú tapar leiknum þá skiptir markið þitt kannski ekki miklu. En tilfinningin að skora er alltaf góð.“

Selfyssingurinn kann vel við sig í Ísrael og segir að landið hafi komið sér á óvart. „Ísraelinn er nettur gaur. Hann er jolly og þægilegur, mjúkur og flottur og borgin er geggjuð.“

Ítarlegt viðtal við Viðar má sjá í spilaranum hér að neðan.

Smelltu hér til að sjá mark Viðars á vef Vísis

Fyrri greinBanaslys á Sólheimasandi
Næsta greinRangárljós og Þjótandi semja