Kvennalið Hamars í körfubolta tapaði 72-73 þegar Valur kom í heimsókn í Fyrirtækjabikarnum í dag.
Hamar leiddi 20-17 eftir fyrsta leikhluta og heimakonur náðu að auka forskotið í ellefu stig fyrir hálfleik, 39-28.
Valskonur tóku við sér í upphafi síðari hálfleiks og náðu að jafna fyrir lokaleikhlutann, 53-53. Síðasti fjórðungurinn var æsispennandi en Valskonur náðu að snúa leiknum sér í vil á síðustu mínútunum með 2-10 áhlaupi.
Andrina Rendon fór á kostum í sínum fyrsta leik fyrir Hamar með 35 stig og 13 fráköst. Katrín Eik Össurardóttir skoraði 15 stig, Þórunn Bjarnadóttir 11, Helga Vala Ingvarsdóttir skoraði 4 stig eins og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir sem tók að auki 13 fráköst og Jóna Sigríður Ólafsdóttir skoraði 3 stig.