Kvennalið Selfoss vann öruggan sigur á ungmennaliði Hauka þegar liðin mættust í 1. deildinni í handbolta á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.
Leikurinn var einstefna frá upphafi til enda, Selfoss leiddi allan tímann, komst í 1-10 í upphafi leiks og staðan í hálfleik var 6-20. Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri, Selfoss komst í 9-28 en lokatölur urðu 16-34.
Katla María Magnúsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir voru markahæstar Selfyssinga með 7 mörk, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu 4, Adela Jóhannsdóttir og Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2 og þær Inga Dís Axelsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Kristín Una Hólmarsdóttir og Hulda Hrönn Bragadóttir skoruðu allar 1 mark.
Áslaug Ýr Bragadóttir varði 10 skot í marki Selfoss og Cornelia Hermansson 7.
Selfoss er áfram í toppsæti deildarinnar, nú með 24 stig og fjögurra stiga forskot á Gróttu sem er í 2. sæti með 20 stig og hefur leikið einum leik meira.