Einu stigi munaði milli Hamars og Dímon/Heklu

Nú er HSK hraðmóti kvenna í blaki lokið lokið, en mótið fór fram á Hellu 27. október sl. Sjö lið tóku þátt og allir spiluðu við alla.

Hver leikur var ein hrina sem spilað var á tíma og stigaskorið því látið ráða.

Úrslitin urðu þau að Hamar 1 var í fyrsta sæti með 213 stig, Dímon-Hekla 1 í öðru sæti með 212 stig og UMFL í þriðja sæti með 160 stig.

Spilað var í 20 mín, hver leikur með 5 mín. pásu á milli, eftir 4 leiki var tekið matarhlé í 20 mín. og síðan klárað með sama kerfi.

Nánari úrslit er hægt að sjá á www.hsk.is.

Fyrri greinBæjarfulltrúar í Árborg afþakka hækkun kjararáðs
Næsta grein„Laugaskarð býður upp á áhugaverð heilsudjömm“