Hamar tapaði 97-89 í leik númer tvö í viðureigninni gegn Hetti í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta, á Egilsstöðum í kvöld. Staðan í einvíginu er 1-1.
Hamar náði tíu stiga forskoti í upphafi leiks en sveiflurnar voru miklar í framhaldinu og Höttur náði mest 11 stiga forskoti í 2. leikhluta. Hamar tók sig á í framhaldinu og staðan var 55-52 í leikhléi.
Þriðji leikhlutinn var í járnum en þegar leið á seinni hálfleikinn sigu Hattarmenn framúr og náðu þeir að verja forskot sitt allt til leiksloka.
Síðasti leikurinn í einvíginu verður í Hveragerði á miðvikudagskvöld og sigurliðið mætir annað hvort Fjölni eða Vestra í einvígi um sæti í úrvalsdeildinni.
Tölfræði Hamars: Everage Richardson 24, Marko Milekic 18/11 fráköst, Julian Rajic 16/7 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 15/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 9, Florijan Jovanov 3/4 fráköst, Dovydas Strasunskas 2, Kristófer Gíslason 2, Oddur Ólafsson 5 fráköst.