Eitt mark dugði Gróttu

Grýluvöllur. Mynd úr safni.

Hamar er áfram í fallsæti eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Gróttu í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi.

Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik en Sandvíkingurinn sterki, Guðmundur Marteinn Hannesson, skoraði eina mark leiksins þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum – og tryggði Gróttu sigurinn.

Hvergerðingar eru í 11. sæti deildarinnar með 10 stig.

Fyrri greinSelfyssingar niðurlægðu toppliðið
Næsta greinIngibjörg syngur í Sólheimakirkju