Ekkert gengur hjá Hamri

Oddur Ólafsson skoraði 14 stig fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gengi Hamars í 1. deild karla í körfubolta hefur ekki verið gott framan af móti en í kvöld tapaði liðið 73-106 á heimavelli fyrir Álftanesi.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og staðan var 39-39 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum fór heldur betur að síga á ógæfuhliðina hjá Hamri. Álftanes náði fljótlega 11 stiga forskoti en í 4. leikhluta tók steininn úr þar sem gestirnir skoruðu 42 stig, þar af 27 úr þriggja stiga skotum.

Dareial Franklin var stigahæstur hjá Hamri með 31 stig, auk þess sem hann tók 9 fráköst.

Hamar er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar með 4 stig en Álftanes er í 3. sæti með 16 stig.

Tölfræði Hamars: Dareial Franklin 31/9 fráköst, Oddur Ólafsson 14/4 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 13, Maciek Klimaszewski 9/5 fráköst, Joao Goncalo Aires Teixeira Lucas 4/5 fráköst, Sigurður Dagur Hjaltason 2.

Fyrri greinFlóðið nær hámarki á sunnudaginn
Næsta grein1.118 umsóknir í 34 lóðir í Þorlákshöfn