Ekki gott KVöld fyrir Selfoss

Vojtéch Novák og Follie Bogan voru stigahæstir Selfyssinga. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði stórt þegar liðið heimsótti KV í Frostaskjólið í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Selfyssingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í 1. leikhluta KV komst í 30-9 og leiddi 35-17 eftir tíu mínútna leik. Munurinn jókst enn frekar í 2. leikhluta, staðan var 63-36 í hálfleik og úrslitin ráðin. Leikurinn var jafnari í seinni hálfleiknum en Selfyssingum tókst ekki að minnka muninn og lokatölur urðu 116-83.

Vojtéch Novák var stigahæstur Selfyssinga með 21 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar en framlag annarra leikmanna var mun minna.

Selfoss og KV eru bæði 2/2 eftir fjórar umferðir, eins og Skallagrímur. Hamar hefur sömuleiðis 4 stig en á leik til góða.

KV-Selfoss 116-83 (35-17, 28-19, 25-18, 28-29)
Tölfræði Selfoss: Vojtéch Novák 21/9 fráköst/7 stoðsendingar, Follie Bogan 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ari Hrannar Bjarmason 10, Birkir Máni Sigurðarson 9, Arnór Bjarki Eyþórsson 7, Unnar Örn Magnússon 6, Tristan Máni Morthens 6, Fróði Larsen Bentsson 4, Svavar Ingi Stefánsson 3, Óðinn Freyr Árnason 3, Gísli Steinn Hjaltason 3 fráköst/3 stoðsendingar, Ísak Júlíus Perdue 2 stoðsendingar.

Fyrri greinEkki allir í verkfall
Næsta greinSterkur útisigur Selfyssinga