Elísabet sigraði í Hengilshlaupinu

Hengils Ultra hlaupið fór fram í annað sinn síðastliðinn laugardag í blíðskaparveðri. Elíasbet Margeirsdóttir sigraði í 50 mílna hlaupinu en Óskar Jakobsson í 50 km hlaupinu.

Í ár voru tvær vegalengdir í boði, 50 mílur (81 km) líkt og í fyrra en í ár var einnig boðið uppá 50 km hlaup. Fyrstu 50 km voru um Hengilssvæðið með byrjun og endi í Hveragerði en þeir sem fóru 81 km bættu við Gufudal yfir í Grafning og til baka við Litla Háls – Hvamm og til baka í Hveragerði. Þátttakendur voru sjö í 50 km hlaupinu og átta í 50 mílna hlaupinu.

Elísabet Margeirsdóttir sigraði 50 mílna hlaupið á tímanum 11:14,55 klst. Í öðru sæti var Birkir Árnason á tímanum 12:33,37 klst og í þriðja sæti var Ágúst Kvaran á tímanum 12:48,13 klst.

Sigurvegari í 50 km hlaupinu var Óskar Jakobsson á tímanum 6:25,03 klst. Annar var Sveinbjörn Sveinbjörnsson á tímanum 7:01,24 klst og í þriðja sæti var Ástvaldur Hjartarson á tímanum 7:14,46 klst.

Heildarúrslit hlaupsins:

50 km
1 Óskar Jakobsson, Árbæjarskokk 06:25,03
2 Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hamar 07:01,24
3 Ástvaldur Hjaltason, 07:14,46
4 Stefan Samuelsson, The Gax Ultramarathons 07:15,35
5 Lingþór Jósepsson, Hamar 07:21,24
6 Helga Þóra Jónasdóttir, Frískir Flóamenn 08:44,12
7 Vigfús Eyjólfsson, Frískir Flóamenn 10:39,29

81 km
1 Elísabet Margeirsdóttir, Hlaupahópur Ármanns/Team Compressport 06:30,27 (50km) 11:14,55 (81km)
2 Birkir Árnason 06:57,54 (50km) 12:33,37 (81km)
3 Ágúst Kvaran, Hlaupasamtök lýðveldisins 07:17,00 (50 km) 12:48,13 (81km)
4 Þorsteinn Tryggvi Másson, Frískir Flóamenn/Undanfarar svæði 3 07:22,00 (50km) 13:41,28 (81km)
5-7 Marinó Fannar Garðarsson, Team Mástunga 08:44,38 (50km) 15:25,11 (81km)
5-7 Pétur Ingi Frantzson, Hamar 08:44,45 (50km) 15:25,11 (81km)
5-7 Hermann Þór Baldursson 08:44,48 (50km) 15:25,11 (81km)
8 Jón Hinrik Höskuldsson DNF

Fyrri greinHulda Hlín sýnir í bókasafninu
Næsta greinLögreglan rannsakar banaslysið á Langjökli