Fimleikadeild Selfoss á ellefu fulltrúa í landsliðshópi fyrir Evrópumótið 2024 en Ísland stefnir að því að senda fimm landslið til keppni, tvö í fullorðinsflokki og þrjú í unglingaflokki.
Landsliðshóparnir samanstanda af fimmtán iðkendum hver, sem munu æfa saman í sumar og undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem fer fram í Azerbaijan í október.
Ellefu þessara iðkenda eru frá fimleikadeild Selfoss og á Selfoss fulltrúa úr öllum liðunum fimm. Í ágúst verður iðkendum í hópunum fækkað úr fimmtán niður í tólf og verða þá eftir þeir sextíu iðkendur sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu. Það er því mikið undir í sumar hjá þessum hæfileikaríku iðkendum fimleikadeildarinnar að leggja sig öll fram í æfingum sumarsins til að auka líkur sínar á að vera í lokahópnum í ágúst.
Þess má geta að á fimleikadeild Selfoss á einnig þrjá landsliðsþjálfara í þessu verkefni, en Aníta Þorgerður Tryggvadóttir sér um að þjálfa drengjalandsliðið og Mads Pind og Tanja Birgisdóttir sjá um að þjálfa stúlknalandsliðið.