Í janúar síðastliðnum sóttu nokkrir krakkar frá fimleikadeild Umf. Selfoss landsliðsúrtöku vegna Evrópumótsins í hópfimleikum sem fram fer í Danmörku í haust.
Nú hefur 35 manna stúlknahópur og 15 manna drengjahópur verið valinn í áframhaldandi hóp sem kallaður er úrvalshópur FSÍ í unglingaflokki 13-17 ára.
Þau sem voru valin frá Selfossi eru Arna Björg Gunnarsdóttir, Aron Bragason, Ástrós Hilmarsdóttir, Bryndís Arna Þórarinsdóttir, Eva Grímsdóttir, Eysteinn Máni Oddsson, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Margrét Lúðvigsdóttir, Nadía Björt Hafsteinsdóttir, Rikharð Atli Oddsson og Ægir Atlason.
Krakkarnir munu æfa með hópnum og berjast um að halda áfram en næsti niðurskurður fer fram 1. september. Í lok apríl verður hópnum skipt upp í tvo 25 manna hópa þar sem annar hópurinn verður kvennalið og hinn hópurinn verður blandað lið stráka og stúlkna.