Fjórða og fimmta umferð Íslandsmótsins í motocrossi fóru fram annarsvegar laugardaginn 30. ágúst á Akranesi og hinsvegar laugardaginn 6. september í Bolöldu.
Á Akranesi voru fimm keppendur mættir frá UMFS og voru úrslit þessi. Elmar Darri Vilhelmsson hafnaði í öðru sæti í 85cc flokki og Sindri Steinn Axelsson endaði fjórði í sama flokki. Gyða Dögg Heiðarsdóttir varð önnur í kvennaflokki, Ólafur Atli Helgason varð þriðji í unglingaflokki yngri og Heiðar Örn Sverrisson sigraði í MX-40+ flokki.
Í Bolaöldu voru sjö keppendur mættir til leiks frá UMFS. Gyða Dögg varð önnur í kvennaflokki, Ásta Petrea Hannesdóttir varð þriðja í 85cc flokki kvenna og Ólafur Atli varð þriðji í unglingaflokki yngri. Axel Sigurðsson sigraði MX-B og sama gerði Heiðar Örn í MX-40+, að lokum sigraði svo Elmar Darri 85cc flokkinn og Sindri Steinn varð fjórði í sama flokki ásamt því að Ármann Baldur Bragason endaði fjórði í 85cc yngri.
Íslandsmótinu er nú lokið þetta árið og enduðu liðsmenn UMFS sem Íslandsmeistarar í tveimur flokkum en það voru þeir Elmar Darri í 85cc flokki og Heiðar Örn í MX-40+. Einnig er vert að geta þess að Gyða Dögg varð önnur til Íslandsmeistara kvenna og Sindri Steinn fjórði í 85cc flokki.
Elmar Darri og Sindri Steinn hafa báðir komið upp í gegnum yngra starf motocrossdeildarinnar á Selfossi sem hefur verið mjög vaxandi undanfarin ár og þar eru margir efnilegir hjólarar sem gaman verður að horfa til á næstu árum. Í sumar voru æfingar fyrir alla krakka sem vilja æfa motocross.