Elmar Darri sigraði á Hellu

Keppendur frá motocrossdeild Selfoss náðu góðum árangri í fyrstu umferð Íslandsmótsins í enduro sem fram fór á Hellu síðastliðinn laugardag.

Eiríkur Rúnar Eiríksson varð annar í flokki 40-49 ára og í flokki 14-18 ára ára sigraði Elmar Darri Vilhelmsson og Sindri Steinn Axelsson varð annar.

Hátt í níutíu keppendur á öllum aldri tóku þátt í mótinu á Hellu.

Líflegt starf er hjá motocrossdeild Selfoss en æfingar hjá deildinni byrja í dag, þriðjudaginn 17. maí, og eru tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:30. Skráning er á staðnum en mánaðargjald fyrir æfingar er 5.000 krónur.

Fyrri greinBannað að leigja út íbúðir til íbúðargistingar á Klaustri
Næsta greinFSu krækti í silfrið á Íslandsmótinu