Emil Karel Einarsson fyrirliði Þórs Þorlákshöfn hefur verið valinn í A-landslið Íslands í körfubolta sem keppir á Smáþjóðaleikunum í San Marínó.
Emil Karel er nýliði í A-landsliðinu en þjálfarar liðsins tóku þá ákvörðun að nýta þetta mót til þess að skoða yngri leikmenn. Aðeins þrír leikmenn í tólf manna hópi hafa áður leikið A-landsleik.
Maciej Baginski, sem var mikilvægasti leikmaður Þórsara í vetur, var einnig valinn í landsliðshópinn. Maciej hefur aftur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Njarðvík.
Aðstoðarþjálfari landsliðsins á Smáþjóðaleikunum verður Baldur Þór Ragnarsson en hann stýrir liðinu ásamt Finni Frey Stefánssyni. Þeir Finnur og Baldur eru þjálfarar U20 ára landsliðs Íslands.
Smáþjóðaleikarnir fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní.