Þórsararnir Emil Karel Einarsson og Ragnar Örn Bragason hafa báðir framlengt samninga sína við körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn til tveggja ára.
Þetta eru góðar frétti fyrir Þórsara en bæði Emil og Ragnar eru reyndir leikmenn og lykilmenn í leikmannahópi Þórsara.
Ragnar Örn hefur skorað 10,5 stig að meðaltali í vetur, tekið 2,8 fráköst og sent 1,9 stoðsendingar. Meðalframlag hans í vetur er 11,4.
Emil Karel hefur skorað 8 stig að meðaltali í leikjum vetrarins, tekið 4,4 fráköst og sent 1,2 stoðsendingar. Meðalframlag hans í vetur er 9,3.
Þórsarar eru í 2. sæti deildarinnar í dag og mæta næst KR á heimavelli þegar keppni hefst aftur í úrvalsdeildinni næstkomandi fimmtudag.