U-16 ára lið Íslands í körfuknattleik tryggði sér rétt í þessu Norðurlandameistaratitilinn með sigri á Svíum, 82-54.
Tveir Sunnlendingar eru í liðinu, Emil Karel Einarsson úr Þór Þorlákshöfn og Svavar Stefánsson úr Körfuknattleiksfélagi FSu.
Íslendingar voru sterkari aðilinn í leiknum gegn Svíþjóð en Svíar voru á heimavelli á mótinu. Staðan í leikhléi var 48-39, fyrir Ísland. Emil var sterkur undir körfunni og tók 7 fráköst auk þess að skora 2 stig. Svavar kom ekki við sögu í úrslitaleiknum. Þriðji Sunnlendingurinn í U-18 ára liðinu er Lárus Ingi Friðfinnsson, körfuboltaforkólfur í Hveragerði, en hann er einn liðsstjóra liðsins.
Fleiri Sunnlendingar voru í eldlínunni í morgun því Hamarsmennirnir Oddur Ólafsson og Hjalti Valur Þorsteinsson voru í U-18 ára liði Íslands sem tapaði fyrir Finnum í leik um bronsið, 90-89. Oddur skoraði 14 stig í leiknum og Hjalti Valur 5.
Stúlknalið Íslands komust ekk í úrslit en með U-18 liðinu spiluðu Guðbjörg Sverrisdóttir og Heiðrún Kristmundsdóttir.