Kvennalið Hamars tapaði 57-47 þegar liðið sótti Fjölni heim í 1. deild kvenna í körfubolta í dag.
Fjölniskonur voru sterkari í fyrri hálfleik og í 2. leikhluta gekk Hvergerðingum ekkert í sókninni. Staðan var 32-19 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var mjög kaflaskiptur, Hamar byrjaði illa og Fjölnir jók forskotið í 28 stig, 52-24. Hamar raðaði hins vegar niður körfunum í 4. leikhluta en það áhlaup kom allt of seint og munurinn fór niður í tíu stig.
Þórunn Bjarnadóttir var best í liði Hamars í dag með ágætt framlag bæði í vörn og sókn.
Eftir leikinn er Hamar í 5. sæti deildarinnar með 2 stig en Fjölnir í 4. sætinu með 6 stig.
Tölfræði Hamars: Ragnheiður Magnúsdóttir 12, Katrín Eik Össurardóttir 12, Þórunn Bjarnadóttir 11/7 fráköst, Sóley G. Guðgeirsdóttir 5/4 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 3/8 fráköst, Bjarney Sif Ægisdóttir 2/5 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 2, Margrét Hrund Arnarsdóttir 4 fráköst.