Sveitarfélagið Rangárþing eystra og Íþróttafélagið Dímon hafa endurnýjað samstarfssamning til þriggja ára.
Samstarfssamningurinn felur í sér styrk að fjárhæð 2,8 milljónum króna. Félagið skal nota hluta af styrknum í átak til að auka gæði íþróttastarfs og ná fleiri börnum og unglingum til þátttöku sérstaklega á aldrinum 6 til 18 ára.
Þá felur styrkurinn í sér að íþróttafélagið vinni með sveitarfélaginu að auka samfellu í tómstunda- og skólastarfi þannig að grunnskólabörnum sem þess óska standi til boða dagskrá við hæfi að loknum skóladegi.
Fyrr á árinu gerði sveitarfélagið svipaðan samning við Knattspyrnufélag Rangæinga.