Þór Þorlákshöfn heimsótti Stjörnuna í úrvalsdeild karla í körfubolta í dag. Þeir grænu fá engin atkvæði fyrir frammistöðuna í dag því Stjarnan valtaði yfir þá, 124-82.
Þórsarar sáu ekki til sólar frá upphafi, Stjarnan skoraði fyrstu tíu stigin í leiknum og komst síðan í 16-3. Þá fóru Þórsarar loksins að hitta og staðan var 31-25 að loknum 1. leikhluta. Stjarnan skoraði 40 stig í 2. leikhluta og úrslitin voru ráðin í hálfleik, 71-40.
Þórsurum gekk illa að finna körfuna í upphafi seinni hálfleiks og forskot Stjörnunnar jókst enn frekar. Í upphafi 4. leikhluta var staðan orðin 99-55. Þórsarar áttu enga von á endurkomu og Stjarnan sigraði að lokum 124-82.
Marreon Jackson var stigahæstur Þórsara með 25 stig og Jordan Semple skoraði 14 stig og tók 11 fráköst.
Eftir átta umferðir eru Þórsarar í 8. sæti deildarinnar með 8 stig en Stjarnan er í 2. sæti með 14 stig.
Stjarnan-Þór Þ. 124-82 (31-25, 40-15, 23-15, 30-27)
Tölfræði Þórs: Marreon Jackson 25/4 fráköst, Jordan Semple 14/11 fráköst, Morten Bulow 12, Emil Karel Einarsson 11, Marcus Brown 6, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5, Ragnar Örn Bragason 3, Justas Tamulis 3, Baldur Böðvar Torfason 2, Davíð Arnar Ágústsson 1.