Engin atkvæði til Þórsara

Marreon Jackson var stigahæstur Þórsara. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn heimsótti Stjörnuna í úrvalsdeild karla í körfubolta í dag. Þeir grænu fá engin atkvæði fyrir frammistöðuna í dag því Stjarnan valtaði yfir þá, 124-82.

Þórsarar sáu ekki til sólar frá upphafi, Stjarnan skoraði fyrstu tíu stigin í leiknum og komst síðan í 16-3. Þá fóru Þórsarar loksins að hitta og staðan var 31-25 að loknum 1. leikhluta. Stjarnan skoraði 40 stig í 2. leikhluta og úrslitin voru ráðin í hálfleik, 71-40.

Þórsurum gekk illa að finna körfuna í upphafi seinni hálfleiks og forskot Stjörnunnar jókst enn frekar. Í upphafi 4. leikhluta var staðan orðin 99-55. Þórsarar áttu enga von á endurkomu og Stjarnan sigraði að lokum 124-82.

Marreon Jackson var stigahæstur Þórsara með 25 stig og Jordan Semple skoraði 14 stig og tók 11 fráköst.

Eftir átta umferðir eru Þórsarar í 8. sæti deildarinnar með 8 stig en Stjarnan er í 2. sæti með 14 stig.

Stjarnan-Þór Þ. 124-82 (31-25, 40-15, 23-15, 30-27)
Tölfræði Þórs: Marreon Jackson 25/4 fráköst, Jordan Semple 14/11 fráköst, Morten Bulow 12, Emil Karel Einarsson 11, Marcus Brown 6, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5, Ragnar Örn Bragason 3, Justas Tamulis 3, Baldur Böðvar Torfason 2, Davíð Arnar Ágústsson 1.

Fyrri greinSkartaði glæsilegum faldbúning á kjörstað
Næsta greinRisavinningur í Hveragerði