Stokkseyri og KFR unnu sína leiki í 5. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Tíu mörk voru skoruð í þessum tveimur leikjum og komu þau öll í fyrri hálfleik.
Stokkseyri spilaði gegn botnliði KB og það voru gestirnir sem komust yfir á 17. mínútu. Stokkseyringar svöruðu hins vegar með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks, Pétur Smári Sigurðsson jafnaði á 37. mínútu og Þorkell Þráinsson skoraði sigurmarki fimm mínútum síðar. Lokatölur urðu 2-1 en bæði lið fengu dauðafæri í seinni hálfleiknum.
Það var meira fjör á Hvolsvelli þar sem sjö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Adam Örn Sveinbjörnsson og Helgi Valur Smárason komu KFR í 2-0 á fyrstu þremur mínútum leiksins en KM minnkaði muninn á tólftu mínútu. Strax í næstu sókn breytti Hjörvar Sigurðsson stöðunni í 3-1 og Bjarni Þorvaldsson jók forskotið í 4-1 á 22. mínútu. Helgi Valur og Unnar Jón Ásgeirsson skoruðu svo sitthvort markið með stuttu millibili og staðan var orðin 6-1 á 32. mínútu. Þær urðu lokatölur leiksins því síðustu 58 mínúturnar voru markalausar.
Staðan í 5. deildinni er þannig að í A-riðlinum er Stokkseyri í 5. sæti með 19 stig en í B-riðlinum eru Rangæingar í 2. sæti með 22 stig og stefna hraðbyri á úrslitakeppnina en keppnin í riðlinum er mjög jöfn og spennandi.