
Sindri Freyr Seim Sigurðsson Umf. Heklu bætti hálfsmánaðargamalt met sitt í 200 metra hlaupi innanhúss í 15 ára flokki á Aðventumóti Ármanns sem haldið var í Laugardalshöllinni þann 8. desember.
Sindri hljóp á 23,74 sek, en „gamla“ metið hans var 23,98 sek.
Sindri hefur þar með sett 30 HSK einstaklingsmet á þessu ári, átta innanhúss og 22 met utanhúss.
Hann hefur auk þess sett sjö HSK met í boðhlaupum með öðrum öflugum hlaupurum af sambandssvæðinu.