Enn halda Ægismenn hreinu

Bjarki Rúnar Jónínuson kom Ægismönnum í forystu í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eftir fjórar umferðir í 2. deild karla í knattspyrnu hafa Ægismenn ekki ennþá fengið á sig mark og sitja í toppsætinu með 10 stig. Ægir vann KFA á heimavelli, 3-0 í dag.

Ægismenn voru sterkari í leiknum og Bjarki Rúnar Jónínuson kom þeim yfir á 25. mínútu. Dimitrije Cokic bætti við öðru marki á 36. mínútu og staðan var 2-0 í hálfleik.

Þeir gulu glöddust enn frekar í seinni hálfleiknum því Ágúst Karel Magnússon bætti þriðja markinu við á 57. mínútu og tryggði Ægi 3-0 sigur.

Fyrri greinSvöruðu fyrir sig í seinni hálfleik
Næsta greinSjálfstæðismenn og óháðir í samstarf í Rangárþingi eystra