Enn laust í frjálsíþróttaskólann

Enn eru laus pláss í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem haldinn verður á Selfossi dagana 12.-16. júní. Skólinn er ætlaður fyrir börn á aldrinum 11 til 18 ára.

Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg það er til dæmis farið í sund, leiki, haldnar kvöldvökur og endar skólinn svo með móti og pylsuveislu. Ungmennin koma saman á hádegi á þriðjudegi og skólanum lýkur á hádegi á laugardegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum.

Meðal þeirra sem heimsækja skólann í ár eru Ásdís Hjálmsdóttir, sem mun ræða um líf sitt sem atvinnuíþróttamaður og einnig mun Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir halda fyrirlestur um mikilvægi svefns. Auk þess mun Hrafnhild þjálfa á einni æfingunni og annar landsliðsmaður mun mæta á æfingu og þjálfa.

Þáttökugjald í skólann er 25.000 kr. (20.000 kr fyrir systkini) en innifalið í því er kennsla, fæði, gisting og fleira. Skólinn er haldinn í samvinnu Frjálsíþróttasambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og frjálsíþróttaráðs HSK.

Aðalumsjónarmenn með skólanum 2018 líkt og undafarin ár eru Ágústa Tryggvadóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir.

Í lok námskeiðsins fá öll ungmennin viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttökuna.

Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Fjólu og Ágústu í gegnum tölvupóst fjolasigny@gmail.com og agustat@hotmail.com.

Fyrri greinFjögur framboð hefja viðræður um meirihluta í Árborg
Næsta greinHarpa dúxaði í FSu