Knattspyrnufélag Rangæinga tapaði þriðja leiknum í röð þegar liði mætti Fjarðabyggð á Hvolsvelli í kvöld í 2. deild karla.
Gestirnir komust yfir eftir rúmlega hálftíma leik, 0-1. KFR varð svo fyrir áfalli stuttu síðar þegar Mariusz Baranolski var rekinn af velli með rautt spjald.
Staðan var 0-1 fyrir Fjarðabyggð í leikhléi og ljóst að seinni hálfleikur yrði Randæingum erfiður verandi einu leikmanni færri.
Eftir átta mínútna leik í síðari hálfleik komust leikmenn Fjarðabyggðar í 0-2. En nokkrum mínútum eftir það jafnaðist í liðum þegar einum leikmanni Fjarðabyggðar var vísað af velli.
Heimamenn náðu ekki að nýta sér það og á 71. mínútu komst Fjarðabyggð í 0-3.
KFR náði hins vegar aðeins að laga stöðuna þegar fjórar mínútur voru eftir.
Lokatölur leiksins voru 1-3 og KFR enn án stiga eftir þrjá leiki.