Enn til miðar á slúttið

Enn eru til nokkrir miðar á lokahóf knattspyrnudeildar Umf. Selfoss sem haldið verður í Hvítahúsinu á Selfossi á laugardagskvöld.

Selfyssingar leika lokaleik sinn í 1. deildinni á Selfossvelli á morgun. Andstæðingarnir eru leikmenn KF frá Ólafsfirði og Siglufirði. KF er þegar fallið úr deildinni en Selfyssingar stefna að því að tryggja sér 8. sætið í deildinni og mikilvægt að áhorfendur mæti á völlinn og styðji okkar menn í lokaleiknum.

Stuðningsmenn Selfoss ætla svo að fjölmenna á slúttið í Hvítahúsinu annað kvöld. Það kostar 5.900 kr. á slúttið og þeir sem hafa áhuga á að kaupa síðustu miðana geta haft samband við Auði í síma 669-7604 og Þóru í síma 893-2844.

Innifalið í miðaverðinu er matur, skemmtun og ball fram á nótt með Ingó & Veðurguðunum.

Fyrri greinVonast eftir úrlausn í löggæslumálum
Næsta greinSelfoss stakk af í lokin