Undanfarna daga hafa tveir erlendir sundhópar verið í æfingabúðum í Sundlauginni Laugaskarði í Hveragerði.
Annar hópurinn kemur frá Danmörku en hinn hópurinn er afreksmannahópur frá Aberdeen í Skotlandi. Báðir hópar dvöldu þeir í góðu yfirlæti á Gistiheimilinu Frumskógum.
Á vef Hveragerðisbæjar kemur fram að þjálfarar hópanna séu ánægðir með aðbúnaðinn þó að hafi blásið köldu á þá en sundmennirnir eru sælir í ylvolgri lauginni.
Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem hafði veg og vanda af skipulagningu hópanna en þeir hafa sérhæft sig í ævintýraferðum um landið. Það er því vel við hæfi að koma með æfingahópa í elstu 50 m keppnislaug landsins.