Erling sigraði í lendingakeppninni

Erling Jóhannsson sigraði í TM lendingakeppninni á Flugkomunni í Múlakoti um verslunarmannahelgina.

Flugkoman er árleg samkoma sem Félag íslenskra einkaflugmanna stendur fyrir. Hátíðin var vel sótt í ár þrátt fyrir slæmt flugveður frá Reykjavík á laugardeginum.

Fimmtán þátttakendur kepptu í spennandi lendingakeppni á sunnudeginum og þar bar Erling Jóhannsson sigur úr býtum á vél sinni, TF-FFC, sem er Beechcraft Skipper árgerð 1979.

Í öðru sæti var Dagbjartur Einarsson, flugkennari og í þriðja sæti Sigurður Ásgeirsson, flugstjóri.

Í lendingakeppninni er keppt um TM bikarinn en Tryggingamiðstöðin hefur styrkt keppnina undanfarin ár.

Fyrri greinMinni umferð þrátt fyrir nýja höfn
Næsta greinAustur-Evrópsk tónlist í Selinu