Eva María Baldursdóttir, Umf. Selfoss, varð um helgina Íslandsmeistari í hástökki kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Hafnarfirði.
Eva María sigraði mjög örugglega en hún stökk auðveldlega yfir 1,71 m til þess að tryggja sér sigurinn, við heldur erfiðar veðuraðstæður.
Hin 16 ára gamla Álfrún Diljá Kristínardóttir, Umf. Selfoss, náði þeim glæsilega árangri að vinna til silfurverðlauna í sleggjukasti kvenna er hún kastaði sleggjunni 44,94 m. Hún setti um leið fjögur HSK met og bætti metin í flokkum 16-17 ára, 18-19 ára, 20-22 ára og í kvennaflokki.
Þá vann hinn þrautreyndi kastari Örn Davíðsson, Umf. Selfoss, til silfurverðalauna í spjótkasti er hann kastaði spjótinu 64,92 m og þriðji í spjótinu varð Viktor Karl Halldórsson, Umf. Þór, en hann kastaði 55,52 m. Róbert Khorcai Angeluson, Umf. Selfoss, náði síðan í silfurverðlaun með því að stökkva 12,39 m í þrístökki.