Eva María Baldursdóttir, Umf. Selfoss, keppti í morgun í undankeppni í hástökki á Evrópumeistaramóti undir 20 ára í frjálsum íþróttum á Kadriorg Stadium í Tallin í Eistlandi.
Eva María stökk yfir 1,65 m og 1,70 m í fyrstu tilraun en felldi svo 1,74 m þrívegis. Hún varð í 26. sæti en tólf efstu keppendurnir komust í úrslit. Eva María á best 1,81 m og hefur stokkið hæst 1,78 m í ár, en hún hefði þurft að vera við sinn besta árangur til þess að komast í úrslit á mótinu.