Eva María með silfur á NM

Eva María Baldursdóttir. Ljósmynd/Kristófer Þorgrímsson

Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir náði þeim frábæra árangri að vinna silfurverðlaun í hástökki á Norðurlandameistaramóti í frjálsum íþróttum undir 20 ára aldri sem fram fór í Noregi um helgina.

Eva María stökk yfir 1,76 m og jafnaði sinn besta árangur en finnska stúlkan sem sigraði stökk yfir 1,79 m. Eva María, sem er 16 ára gömul, keppti í flokki stúlkna 19 ára og yngri.

Hildur Helga Einarsdóttir frá Selfossi keppti í spjótkasti á mótinu, kastaði 37,19m og endaði í 7.sæti. Frábært hjá henni en Hildur, sem er 17 ára, var einnig að keppa í flokki stúlkna 19 ára og yngri.  Keppt var með 600 gr spjóti en Hildur Helga keppir vanalega með 500 gr spjót í sínum aldursflokki.

Fyrri greinValur sigraði á Ragnarsmótinu
Næsta greinFjórar krónur af eldsneytislítranum til Landgræðslunnar