Eva María og Dagur Fannar fara á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Eva María og Dagur Fannar. Ljósmynd/Sigurður Kristinn Guðbjörnsson

Eva María Baldursdóttir og Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, munu keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Azerbaidjan 22.-27. júlí næstkomandi fyrir aldurinn 16-17 ára.

Dagur Fannar mun keppa í langstökki og spjótkasti og Eva María í hástökki.

Ekki eru gefin út lágmörk fyrir mótið heldur eru sterkustu keppendur Íslands valdir þar sem miðað er við árangur sem dugar í að minnsta kosti tíunda sæti miðað við úrslit tveggja síðustu leika.

Eva María er búin að stökkva 1,75 m í hástökki í sumar og Dagur Fannar hefur stokkið 6,51 m í langstökki og kastað spjótinu 53,26 m.

Fyrri greinFáir í öryggisbeltum í rútunni
Næsta greinLeitað að uppsprettu E.Coli smits í Bláskógabyggð