Fannar Ingi Steingrímsson, kylfingur hjá GHG, var útnefndur íþróttamaður Hveragerðis í dag í hátíðarathöfn sem fram fór á vegum Hveragerðisbæjar í Listasafni Árnesinga.
Fannar Ingi hefur æft íþrótt sína af miklum metnaði og sjálfsaga. Hann er þroskaður íþróttamaður þrátt fyrir ungan aldur og er fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.
Helstu afrek ársins má nefna vallarmet, 61 högg, á Strandarvelli á fullorðinsteigum en á þeim hring fór hann einnig holu í höggi og var með átta fugla. Í öllum unglingalandsliðsverkefnum ársins hefur hann á mótum leikið undir pari vallanna.
Það er menningar-, íþrótta- og frístundanefnd sem velur íþróttamann Hveragerðis.
Auk Fannars voru eftirtaldir íþróttamenn í kjörinu:
Snorri Þór Árnason fyrir góðan árangur í akstursíþróttum
Guðjón Helgi Auðunsson fyrir góðan árangur í badminton
Hafsteinn Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
Kristján Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
Guðbjörg Valdimarsdóttir fyrir góðan árangur í blaki
Björgvin Karl Guðmundsson fyrir góðan árangur í lyftingum
Helga Hjartardóttir fyrir góðan árangur í fimleikum
Kolbrún Marín Wolfram fyrir góðan árangur í fimleikum
Ragnar Ágúst Nathanaelsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
Dagný Lísa Davíðsdóttir fyrir góðan árangur í körfuknattleik
Úlfar Jón Andrésson fyrir góðan árangur í íshokkí