Feðginin Hlynur Geir Hjartarson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Selfoss 2016 en meistaramóti félagsins lauk á Svarfhólsvelli á laugardag.
Hlynur Geir sigraði í meistaraflokki karla, lék hringina fjóra á 284 höggum og Heiðrún sigraði kvennaflokkinn á 330 höggum.
Mótið hófst þriðjudaginn 5. júlí og lauk á laugardag. Keppt var í tíu flokkum og skiptust kylfingar í flokka eftir forgjöf. Þar að auki var keppt í meistarmóti barna og unglinga á mánudeginum fyrir meistaramótið.
Sigurvegarar í öðrum flokkum:
1. flokkur karla: Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson.
2. flokkur karla: Eiríkur Þór Eiríksson.
3. flokkur karla: Sigursteinn Sumarliðason.
4. flokkur karla: Heiðar Snær Bjarnason.
5. flokkur karla: Eiríkur Sigmarsson.
Eldri flokkur 50-69 ára: Kjartan Ólason.
Eldri flokkur 70 ára og eldri: Vilhjálmur Pálsson.