Flóahlaupið hefst kl. 13:00 við Félagslund laugardaginn 7. apríl. Þetta er í 40. sinn sem hlaupið er haldið svo um afmælishlaup er að ræða.
Keppt verður í 3 km hlaupi/skemmtiskokki, 5 km opnum flokki karla og kvenna og 10 km hlaupi kvenna 39 ára og yngri, 40-49 ára og 50 ára og eldri. 10 km hlaupi karla 39 ára og yngri, 40-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára eldri.
Verðlaun eru veitt fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki auk þess sem allir fá verðlaun fyrir þátttöku.
Skráningargjald 1.500 kr fyrir 14 ára og yngri og 3000 kr fyrir 15 ára og eldri. Félagar í Umf. Þjótanda 14 ára og yngri fá frítt í hlaupið.
Forskráning í hlaupið fer fram á hlaup.is og einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Ath. að greiða verður með peningum, enginn POSI á staðnum.
Innifalið í skráningargjaldinu er síðan kaffihlaðborð að hætti Flóamanna að hlaupi loknu. Allir áhugsamir eru hvattir til að koma og taka þátt í þessu skemmtilega og sögufræga hlaupi.