Fínn seinni hálfleikur dugði ekki til

Selfoss tapaði með átta mörkum þegar liðið heimsótti Val í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur að Hlíðarenda voru 30-22.

Valskonur voru sterkari í fyrri hálfleik minnugar þess að þær brenndu sig á Selfossliðinu í bikarleiknum fyrr í mánuðinum. Staðan í leikhléinu var 14-8.

Selfyssingar bættu í í seinni hálfleik en Valskonur höfðu áfram yfirhöndina og unnu að lokum átta marka sigur, 30-22.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Carmen Palamariu skoraði 4, Thelma Sif Kristjánsdóttir 3, Kara Rún Árnadóttir, Tinna Soffía Traustadóttir og Þuríður Guðjónsdóttir skoruðu allar 2 mörk og þær Hildur Einarsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Fyrri grein„Áttum að vinna þennan leik“
Næsta greinÞróunarverkefni sem sameinar skólana á Selfossi