Firma- og hópakeppni knattspyrnudeildar Hamars verður leikin laugardaginn 16. nóvember í Hamarshöllinni í Hveragerði.
Það er alltaf stuttbuxnaveður í Hamarshöllinni, logn og blíða. Nú er tækifæri fyrir lið, hópa og bara hverja sem er til að koma saman og leika fótbolta við bestu aðstæður á Suðurlandi.
Fyrirkomulag mótsins:
-Leikið er í liðum 6 á móti 6.
-Leikið er eftir reglum KSÍ um keppni 7 manna liða.
-Stærð vallar er 42 x 32 metrar (1/4 af fullum velli).
-Leiktími hvers leiks er 1 x 12 mín.
-Hvert lið leikur að lágmarki 4 leiki.
-Hver leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði í mótinu.
-Hámark tveir leikmenn í hverju liði sem tóku þátt í Íslandmóti meistaraflokka 2013
-Dómgæsla er í höndum mótshaldara.
Verðlaun:
Öll þátttökulið fá viðurkenningu og sérstakt tilboð frá styrktaraðila. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin og hlýtur sigurliðið einnig bikar og vegleg verðlaun frá styrktaraðilum.
Skráning:
Þátttöku ber að tilkynna í síðasta lagi mánudaginn 11. nóvember á netfangið: motahaldhamars@gmail.com og í síma : 843-0672 (Sverrir)
Þar sem takmarkaður fjöldi liða kemst að gildir að „fyrstur kemur, fyrstur fær“.
Með þátttökutilkynningunni er nauðsynlegt að með fylgi upplýsingar um nafn tengiliðs hjá viðkomandi liði ásamt símanúmeri og netfangi
Þátttökugjald í firma- og hópakeppnina er kr. 15.000.- á lið sem ber að greiða um leið og mótshaldari hefur staðfest þátttöku viðkomandi liðs.